Opnað hefur verið fyrir forskráningu á heimasíðu Jökulsárhlaupsins www.jokulsarhlaup.is. Einnig er hægt að hafa samband við skipuleggjendur á jokulsarhlaup@jokulsarhlaup.is varðandi greiðslu þátttökugjalda. Skráningu og greiðslu þátttökugjalda lýkur kl. 20:00 þann 3. ágúst.
Verð ef skráð er 14. júní og fyrr (sömu verð og 2010):
- Hlaup frá Dettifossi: 9.500 kr.
- Hlaup frá Hólmatungum: 8.500 kr.
- Hlaup frá Hljóðaklettum: 7.500 kr.
Verð ef skráð er 15. júní og síðar (sömu verð og 2010):
- Hlaup frá Dettifossi: 13.500 kr.
- Hlaup frá Hólmatungum: 12.500 kr.
- Hlaup frá Hljóðaklettum: 11.500 kr.
Innifalið í skráningargjaldinu er:
- Hlaupabolur, verðlaunapeningur, útdráttarverðlaun og sérverðlaun.
- Tímataka og númer.
- Brautarmerking, leiðarlýsing og upplýsingagjöf.
- Rútuferðir frá Ásbyrgi að rásstað, ath. fara verður með fjallarútum að Dettifossi.
- Vatn, orkudrykkur og bananar á leiðinni.
- Ávextir, vatn, orku- og gosdrykkir í marki.
- Grillveisla í Ásbyrgi að hlaupi loknu.
- Brautar- og öryggisgæsla á leiðinni, flutningur fyrir þá sem ekki komast
á leiðarenda. - Læknir, sjúkrabíll og hjúkrunarfólk í Ásbyrgi.
Ef afskráning í hlaupið á sér stað fyrir 1. júlí, þá fæst 50% þátttökugjalds endurgreitt. Eftir það verður þátttökugjaldið ekki endurgreitt.