Danskur sérfræðingur með hlaupaþjálfaranámskeið

uppfært 25. ágúst 2020

Langhlaupanefnd FRÍ stendur fyrir námskeiði ætlað hlaupaþjálfurum 8. og 9. júní 2019. Leiðbeinandi er Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur í hlaupum og hlaupaþjálfun. Max er höfundur að námskeiðum varðandi hlaupaþjálfun í Danmörku, reynslumikill hlaupari, fyrirlesari og hlaupaþjálfari. Það er sannarlega fengur fyrir hlaupasamfélagið að fá Max til landsins.

Stefnt er að tveggja daga námskeiði með öllu því besta úr þjálfaranáminu. Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum innsýn í hlaupaþjálfun bæði bóklega og verklega t.d þjálfunaraðferðir, upphitun, „tæknilega" þjálfun, intervalþjálfun og uppsetningu þjálfunarplana.


Max Boderskov

Dagur 1 (laugardagur 8. júní)

Bóklegt: hlutverk hlaupaþjálfarans, upphitun (teorian og skipulag), hóp upphitunaæfingar, hvatningaraðferðir og áhrif (Motivation). Markmiðsetningar, hlaupaleikir sem hluti af þjálfun. Hvað er góð hlaupatækni og hlaupastíll? Þjálfun fyrir mismunandi aldur og kyn.

Verklegt: Prófum mismunandi hlaupastíla, hlaupatæknikæfingar og maxpúls æfingar. Þátttakendur eru virkir í þátttöku.

Dagur 2 (sunnudagur 9. júní)
  • Bóklegt: Orkukerfi líkamans, hvað gerist í líkamanum við þjálfun. Skýringar á mismunandi áhrifum intervalþjálfunar, hugmyndir af útfærslum af æfingum, þjálfun og skipulagningu með focus á grunnþjálfun, brekkuþjálfun, keppnisundirbúning, keppni, magn og tímasetningar þjálfunar mtt. þjálfunartegundar í mismunandi fasa, Hvað má/hvað má ekki, næring fyrir iðkanda á mismunandi tímabili þjálfunar, endurheimt o.s.frv.
  • Verklegt: Hópvinna, búa til skipulag fyrir 16 vikna þjálfunarprógram fyrir mismunandi hópa. Lengd: Tveir dagar skipt niður á 8 klst (kl 8.30-16.30), samtals 16 klst.
  • Tungumál: Námskeiðið fer fram á ensku.Fjöldi og skráning: Lágmarks skráning er 10 manns, og hámark 15 manns. Hægt að skrá sig á annan daginn eða báða dagana. Skráið ykkur því tímanlega fyrir 15. maí næstkomandim, skráning á meðfylgjandi hlekk.
  • Staður: Námskeiðið verður haldið í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6, 104 Reykjavík, og verklegar æfingar fara fram í Laugardalnum.

Verð: 15.000 kr annan dagurinn, báðir dagarnir 30.000 kr. Innifalið er 2 x kaffihlé og ½ klst léttur hádegismatur á staðnum. Athugið, nauðsynlegt er að greiða staðfestingargjald við skráningu, sem er 5.000 kr pr dag. (10.000 kr fyrir 2 daga)

Bankaupplýsingar FRÍ: Kennitala FRÍ: 560169-6719. Bankaupplýsingar: 0111-26-105601. Send þarf kvittun á netfangið fri@fri.is og setja í skýringu „MAX hlaup". Lokagreiðsla fyrir námskeiðið þarf að berast fyrir 5. júní nk.

Nánari upplýsingar veitir langhlaupanefnd FRÍ netfang langhlaupanefnd@fri.is og Tonie í síma 898 0698.

Súrefnisupptökupróf fyrir hlaupara

Í tengslum við hlaupaþjálfaranámskeið sem FRÍ stendur fyrir í júní, ætlar Max Boderskov hlaupasérfræðingur frá Danmörku að bjóða upp á hámarks-súrefnismælingar (VO2 max) fyrir hlaupara. Allir hlauparar sem hafa áhuga geta skráð sig. Prófin eru óháð hlaupaþjálfaranámskeiðinu.

  • Viltu vita hámarkssúefnisupptöku þína?
  • Og viltu vita á hvaða púls þú átt að æfa?
  • Þá er VO2 max prófið eitthvað fyrir þig.

Þú færð að vita á hvaða púls og hraða þú átt á að vera á mismunandi æfingum, til að hámarka árangur. Þú færð upplýsingar um púls-„zone" fyrir hámarksfitubrennslu og hvernig er best að bæta þolið. Samtímis minnkar þú líkurnar á meiðslum. Eftir prófið færð þú góðar skýringar með niðurstöðum og jafnframt hvað þú þarft að gera til að ná þínu markmiði.

Hvað er Hámarksúrefnisupptaka? Hámarkssúrefnisupptaka eða þoltala (VO2 max) er mesta súrefnisupptaka í ml á mínútu per kg líkamsþyngdar, þ.e. hámarksmagn súrefnis sem líkaminn innbyrðir við hámarksáreynslu. Þoltalan segir til um hversu vel viðkomandi getur komið súrefni til vöðvafrumanna og niðurbrotsefnum frá þeim. Almennt er talið að þoltalan sé besta fáanlega mælieiningin á líkamsúthald og er því oft talað um hana sem hinn gullna staðal í að meta líkamshreysti og þrek.

Verð: Mælingin kostar  18.500 kr. og greiða skal staðfestingargjald 5.500 kr. við skráningu á reikning nr. 0537-26-503330 Kt. 2310692249, og senda staðfestingarkvittun til tonie@simnet.is sem síðan úthlutar tíma í prófið.

Tími og staður: Tíma í prófið verður úthlutað eftir að staðfestingargreiðsa er móttekin. Prófin munu fara fram á hlaupabretti í World Class.

Dagsetning: Mælingarair verða framkvæmdar  laugardagskvöldið  8., sunnudagskvöldið  9. og  mánudagskvöldið 10. júní.

Um prófið: Hvert próf tekur um 60 mín. 15 mín. upphitun, byrjunahraði  6 km/klst. (ganga) og hraði eykst jafnt og þétt. Athugið að nauðsynlegt er að hafa hvíldardag/eða mjög létta æfingu daginn fyrir prófið.

Þú færð:

  • Skýrslu senda á netfang
  • Yfirlit yfir púls-„zone"og æfingar.
  • Skýringar fyrir mismundandi æfingar, og hvar þú þarft helst að einbeita þér í þjálfun
  • Góða innsýn í formið og þolið þitt í dag
  • Góð ráð frá reynslumiklum hlaupasérfræðingi

Skráning í prófið hér:  https://forms.gle/v6PcZLMQhiMPJtyS7

(lágmarks fjöldi þátttakanda 5 , hámark 12-15 manns)

Nánari upplýsingar veitir Tonie í síma 898 0698 eða tonie@simnet.is.