Ultramaraþon hlauparinn Dean Karnazes, sem meðal annars er frægur fyrir að hafa hlaupið 350 mílur (563 km) í einu á 81 klukkustund, hefur nú tekist á við nýtt verkefni sem hann kallar Endurance 50. Það felst í því að hlaupa 50 maraþon í 50 ríkjum Bandaríkjanna á 50 dögum. Hann hóf hlaupin þann 17. september síðastliðinn og hefur nú hlaupið 8 maraþon á 8 dögum.
Hægt er að fylgjast með hvernig Dean gengur á vef Runners World og einnig á ultramarathonman.com vefnum og endurance50.com.