Eco Trail Reykjavík og Mývatnsmaraþon á lista yfir bestu maraþon Skandinavíu

birt 12. apríl 2018

Hlaupaleiðin í EcoTrail Reykjavík er framandi fyrir erlendum hlauprum.EcoTrail Reykjavík og Mývatnsmaraþonið eru á lista heimasíðunnar Radseason.com yfir bestu maraþon Skandinavíu. Í inngangi fréttarinnar segir að Skandinavía bjóði upp á töfra á hverju horni, hvort sem hlauparar sækist eftir glitrandi miðnætursól eða tignarlegum norðurljósum.Sólarlag, sólarupprás og eldfjöllÍ umsögn um EcoTrail Reykjavík segir að hlaupaleiðin liggi í gegnum, hraun, grænar grundir og malarstíga og bjóði upp á glæsilegt útsýni yfir norður Atlantshafið.

Þá vekja síðuhaldarar athygli á því að hlaupið hefjist kl 22 og því sé möguleiki á að sjá sólarlag og súlarupprás í sama hlaupinu.

Um Mývatnsmaraþonið segir að hlaupurum gefist einstakt tækifæri til að hlaupa í eldfjallaumhverfi á Mývatni, innan um heita hveri. Þá sé hlaupið góð áminning um að Skandinavía sé ekki aðeins grænar grundir og djúpir firðir.

Sannarlega skemmtileg viðurkenning fyrir þessa metnaðarfullu íslensku hlauphaldara sem eru sannarlega ekki í slæmum félagsskap á listanum. Önnur maraþon á listanum eru Midnight Sun Marathon umlukið fjöllunum og hafinu í Tromsø, Lidingöloppet fyrir utan Stokkhólm með sínum 60 þúsund þátttakendum, Tórhavn marathon hjá frændum okkar í Færeyjum og síðast en ekki síst Kaupmannahafnarmaraþonið sem hefur á sér ákveðinn blæ stórborgarmaraþons.

Hlekkur á frétt Radseason.com.