Einn besti kvenmaraþonhlaupari sögunnar Rita Jeptoo frá Kenýu, féll á lyfjaprófi sem hún gekkst undir í september síðastliðnum. Fréttir þess efnis bárust skömmu fyrir New York maraþonið sem haldið var í síðustu viku. Fréttirnar urðu þess valdandi að Jeptoo var ekki meðal þátttakenda í New York en hún varði nýlega titil sinn í Chicago maraþoni en auk þess hefur hún m.a. þrívegis sigrað í Boston maraþoninu.
Lyfið sem um ræðir fjölgar rauðum blóðkornum og er það sama og var þess valdandi að fjöldi hjólreiðamanna, þ.á.m. Lance Armstrong, féllu á lyfjaprófum fyrir örfáaum árum.
Jeptoo féll á svokölluðu A-prófi og á enn eftir að undirgangast B-Próf en erði niðurstaðan sú sama má líklegt telja að hún verði svipt verðlaunum í síðustu maraþonum auk tímabundins banns frá keppnishlaupum.