Einn besti utanvegahlaupari heims í Súlur Vertical

uppfært 25. ágúst 2020

Einn besti ofurhlaupari heims, Hayden Hawks mun taka þátt í Súlur Vertical i ár. Það er mikil viðurkenning fyrir aðstandendur hlaupsins að fá Hayden í hlaupið en hann er nr. 4 á alheimslista ITRA. Fyrir utan að vera einn besti ofurhlaupari heims þá á hann 28.53 í 10.000 m á braut og 13.51 í 5000 m brautarhlaupi. Hawks vann CCC (UTMB) utanvegahlaupið árið 2017 með yfirburðum. CCC hlaupið er þekkt í heimi utanvegahlaupara en það er alls 101 km með 6100m hækkun.

Súlur
Súlur Ultra

Í ár fer Súlur Vertical fram á laugardeginum 3. ágúst en mikið verður um dýrðir í bænum á sama tíma, líf og fjör ásamt ýmsum viðburðum sem tengjast útivist og hreyfingu.

Degi fyrir hlaupið, föstudaginn 2. ágúst kl:17:00 verður Hayden Hawks með fyrirlestur á Akureyri um utanvegahlaup. Það verður án efa fróðlegt að hlusta á kappann segja frá sinni upplifun og reynslu af hlaupum.  Súlur Vertical er því gullið tækifæri fyrir íslenska utanvegahlaupara til að etja kappi við og læra af einum besta utanvegahlaupara heims. Þess má geta að 28 km leiðin í Súlur Vertical gefur 1 UTMB punkt.

Upplýsingar um Súlur Vertical.
Skráning í Súlur Vertical.