Einstakt tækifæri er nú til að taka þátt í fyrsta OMM (Original Mountain Marathon) rathlaupinu á Íslandi nk. laugardag og sunnudag.
Verð fyrir Íslendinga er 14.900 ISK, innifalið er m.a. kort af svæðinu, þátttaka í hlaupinu, inngangur og hressing í Bláa Lónið að keppni lokinni. Þátttaka í kvölddagskrá þar sem boðið verður upp á kvöldverð er 4.500 kr.
Athuga hægt er að greiða með íslenskum krónum.
"Pilot" rathlaup OMM verður haldið á Reykjanesi um helgina, en stefnt er að halda þennan atburð árlega í maí. OMM er gríðarlega vinsæl í Englandi og eru meðlimir um 28.000. 3.000 taka þátt í stærsta atburðinum.
Að þessu sinni verður boðið uppá "score class" tveir og tveir í liði, en á næsta ári verður boðið uppá fleiri flokka. Þetta hlaup er mikil áskorun en hvert lið ber allan farangur þe. tjald, svefnpoka, mat osfrv. þar sem gist er í tjaldi á laugardagskvöldinu (sjá lista yfir búnað).
Dagskráin er eftirfarandi:
Laugardagur 19. maí - Dagur 1.
- Mæting er kl. 10.00 í nágrenni Bláa Lónsins en hlaupið fer af stað klukkan 10.30.
- Liðin fá kort af svæðinu og eru síðan ræst með 5 mínútna millibili.
- Keppendur hafa 6 klukktíma til að komast að sem flestum skráningarstöðvum. Eftir 6 klukkutíma fá þeir refsistig fyrir hverja mínútu sem líður, þe. tekin 2 stig af liðinu.
Sunnudagur -20. maí - Dagur 2
- Keppendur hafa 4 klukkutíma til að komast að sem flestum skráningarstöðvum á kortinu. Eins og á laugardag eftir að 4 klukkutímar eru liðnir verða 2 stig tekin af liðinu fyrir hverja mínútu sem líður.
- Hlaupið endar í Bláa Lóninu þar sem tekið verður á móti keppendum með hressingu og allir hafa tækifæri að skella sér í Lónið.
Innifalið í keppnisgjaldi:
- Kort af svæðinu
- Aðgangur í Bláa Lónið
- Hressing í Bláa Lóninu þegar komið er í mark
- Vörur frá OMM í verðlaun fyrir 1-3 sæti og einnig frír aðgangur að hlaupinu á næsta ári
- Kvöldmatur á laugardagskvöldið frá Extreme Adventure Food
- Tímataka
- Skáningarkort til að skrá sönnun að þú hafir heimsótt hverja stöð
- Upplýsingar
Keppnisgjald fyrir Íslendinga er kr. 14.900 kr á mann eða 29.800 kr á lið.
Lokakvöld OMM verður haldið á Icelandair hótelinu í Keflavík, þar sem keppendur og gestir þeirra geta komið í hlaðborð og tekið þátt í skemmtilegu kvöldi. Gjald fyrir kvöldverð og dagskrá er kr. 4.500 á mann.
Skráning og nánari upplýsingar:
http://all-iceland.co.uk/Book/Package/80/the-omm-in-iceland-18th-%E2%80%93-21st-may-2012/#
http://www.theomm.com/event-series/omm-iceland
Dave Annandale daveannandale@yahoo.co.uk +44 7799 114572
Jórunn Jónsdóttir jorunn@all-iceland.co.uk +44 77 480 11050