birt 29. apríl 2012

Skokkhópur Hamars kemur að þríþraut og utnvegahlaupum í sumar! Ert þú með?

27. maí - Snerpu-Þríþraut. Hvítasunnudag kl. 13.00 verður haldin, á vegum Sunddeildar og Skokkhóps Hamars, þríþrautarkeppni þar sem syntir verða 750 metrar, hjólaðir 20 km og hlaupnir 10 km. Nánar inn á síðu www.hamarsskokk.wordpress.com þegar nær dregur!

2. júní - Grafningshlaupið. Þekktur hringur um Grafninginn til og frá Úlfljótsskála um 25 km leið.  Hlaupið er hluti af 66°N Hlauparöðinni.  Skemmtilegt hlaup í fallegri náttúru!

17. júní - Hamarshlaupið. Haldið í annað sinn frá Lystigarðinum í Hveragerði um Hamarinn og inn Reykjadal upp á Öldkelduháls og til baka um 25 km leið. Náttúra sem minnir um margt á hluta Laugarvegarins en hlaupið er hluti af 66°N Hlauparöðinni.


Mynd frá fyrsta Hamarshlaupinu

28. júlí - Hengils-hlaupið NÝTT. Um 80 km utanvegahlaup sem er haldið í fyrsta skiptið 2012. Farið er frá Hveragerði um Gufudal upp á Álút og niður Grafning að Litla Hálsi, yfir að Sogni. Inn með Reykjafjalli að Rjúpnabrekkum. Eftir það er haldið inn á Hengilssvæði, inn Reykjadal um Innstadal, niður í Sleggjubeinsskarð, upp á Vörðu-Skeggja og til baka niður Reykjadalinn en hlaupið endar í Lystigarðinum við Varmárfoss í Hveragerði!

Nánar um leiðir, verð og fyrirkomulag skráningar hér á hlaup.is sem og á síðu Skokkhóps Hamars

Öll skráning í hlaupin fer fram gegnum www.hlaup.is en frekari upplýsingar veitir Pétur Frantzson í síma 844-6617.