Eldslóðin - Nýtt fjölskylduvænt fjallahlaup

uppfært 25. ágúst 2020

Eldslóðin verður haldin í fyrsta sinn fyrsta laugardaginn í september eða þann 5. september 2020. Hlaupið er frá Vífilstöðum meðfram Vífilstaðavatni inn að Búrfellsgjá og upp að Helgafelli og hringinn í kringum það og svo sem leið liggur til baka, samtals 28 km utanvegahlaup. Einnig eru í boði vegalengdirnar 5 km og 10 km og boðið er uppá liðakeppni í 28 km vegalengdinni. Styttri vegalengdirnar eru þannig brautir að ungir hlauparar ættu að eiga auðvelt með að hlaupa með eldri hlaupurum eða foreldrum og þannig eru þær vegalengdir hugsaðar sem fjölskylduvænar hlaupakeppnir.

20% AFSLÁTTAR KÓÐI TIL AÐ EFLA HREYFINGU 
Látum Covid 19 kenna okkur betri venjur en látum hana ekki taka af okkur þær góðu. Höldum okkur á hreyfingu og höldum markmiðunum okkar. Öflug heilsa er jú besta forvörnin. Við bjóðum núna 20% afslátt af öllum skráningum í keppnir Víkingar mótaraðarinnar. Það þýðir 20% afsláttur af skráningu í Salomon Hengill Ultra, KIA Gullhringinn, Landsnet 32 og nýja utanvegahlaupið Eldslóðin sem fer fram fyrstu vikina í september 2020 frá Vífilstaðavatni að Helgafelli.

Eldslóðin er ný keppnisbraut sem lögð er í samráði við nokkra þaulvana utanvegahlaupara og þar á meðan Friðleif Friðleifsson ráðgjafa okkar og þjálfara landsliðs utanvegahlaupara.

Keppnisbrautin er hugsuð þannig að um leið og hlaupið sé áskorun fyrir lengra komna, sé brautin um leið falleg og auðfarin, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru utanvegahlaupunum. Þá eru líka hugsaðar tvær styttri keppnisbrautir með það að leiðarljósi að í lok sumars geti þetta verið skemmtilegt uppskeruhlaup þar sem byrjendur og lengra komnir geti átt frábæran dag saman í Heiðmörkinni. 

Eins og í öllum mótum mótaraðarinnar Víkingar verður lögð áhersla á öryggi, umgjörð og gleði. Í lok hlaupsins fá allir keppendur þátttökuverðlaun, það verður glæsileg grillveisla og gleði. Brautin verður vel merkt og brautaröryggi verður tryggt með vöktun.  

Þjóðþekktir eru álfarnir og huldufólkið í hrauninu í kringum Búrfellsgjána. Sérstök sendinefnd sjáenda og samningafólks fór á fund þeirra í haust fyrir hönd skipuleggjenda og samið var um það að gegn því að hlauparar gættu þess að fara vel um náttúruna myndu álfarnir gæta hlauparanna í brautinni og huldufólkið umleika keppendur vernd og fylla þá eldmóði í hlaupinu. 

Skráning á Eldslóðina og öll mót mótaraðarinnar Víkingar. Notaðu kóðann "SigrumC19" og fáðu 20% afslátt fyrir 4. maí.