Elín Edda Sigruðardóttir bætti sinn besta tíma í hálfmaraþoni í Kaupmannahöfn í morgun. Hún hljóp á tímanum 1:18:14 og hafnaði í 37. sæti í kvennaflokki. Þar með bætti Elín Edda tíma sinn frá því í mars í Mílanó um tæpa eina og hálfa mínútu.
Íslandsmet Mörthu Ernstdóttur frá 1996 er 1:11:40 og er næsta öruggt um sinn. Elín Edda er hins vegar sú kona sem er næst á eftir Mörthu Ernstdóttur á afrekaskránni.
Þess má geta að heimsmet var sett í karlaflokki hálfmaraþoninu í Kaupmannahöfn í morgun. Kenýubúinn Geoffrey Kamworor bætti ársgamalt heimsmet í vegalengdinni um 18 sekúndur, hljóp á 58:01. Metið á þó enn eftir að fá formlega staðfestingu.
Fjölmargir Íslendingar hlupu í Kaupmannahöfn. Tímar þeirra munu birtast á hlaup.is seinna í dag.