Elín Edda með bætingu í hálfu maraþoni

uppfært 25. ágúst 2020

Nýkrýndur langhlaupari ársins, Elín Edda Sigurðardóttir hélt upp nafnbótin með bætingu í hálfmaraþoni í Barcelona um síðustu helgi.

Hún hljóp á tímanum 1:18:01 og bætti sig þar með um 13 sekúndur frá því í Kaupmannahöfn síðasta haust. Stórstígar framfarir Elínar Eddu halda því áfram á nýju hlaupaári.

Elín Edda Bæting Barcelona 20.2.20
Elín Edda með bros á vör
Svekkt að komast ekki undir 78 mínútur

Elín Edda setti skemmtilega færslu á Facebooksíðu sína eftir hlaupið í Barcelona: „Bæting í hálfu maraþoni um helgina í Barcelona á 78:01! Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég kom í mark var af hverju ég gat ekki bara "dröllast" til að hlaupa tveimur sekúndum hraðar og þannig farið undir 78mín. Þetta er svo skýrt dæmi um hvað maður getur verið ósanngjarn og vondur við sjálfan sig, enda myndi mér ekki detta til hugar að segja þetta um einhvern annan en mig sjálfa," sagði Elín Edda m.a. í færslu sinni, greinilega kröfuhörð á sjálfa sig en þó í léttum tón.

Það verður gríðarlega spennandi að fylgjast með Elínu Eddu á hlaupárinu 2020 enda stefnir hún ótrauð á bætingar í öllum vegalengdum. Næsta stóra verkefni þessarar drottningu götunnar er HM í hálfu maraþoni sem fer fram í Gydina Póllandi 29.mars 2020.

Mynd: Facebooksíða Elínar Eddu.