Elín Edda tyllir sér í annað sæti á afrekalistanum

birt 24. mars 2019

Elín Edda Sigurðardóttir hljóp hálfmaraþon á 1:19:38 í Mílanó í morgun, sunnudag. Þetta hraðasta hálfmaraþon Elínar Eddu til þessa og fleytir henni upp í annað sæti á afrekalista FRÍ. Áður átti Elín Edda 1:21:20 síðan í Valencia fyrir ári síðan. Sá tími kom henni í sjötta sæti listans.Íslandsmetið í hálfmaraþoni kvenna er í eigu Mörthu Ernstdóttur. Metið er 1:11:14, sett í Reykjavíkurmaraþoni árið 1996. Metið ætti því að vera öruggt um sinn en það er næsta víst að Elín Edda, Andrea Kolbeinsdóttir og fleiri íslenskar hlaupakonur hugsa sér eflaust að komast nær Mörthu á komandi árum.

Afrek Elínar Eddu sem er þrítug kemur í kjölfar sigurs hennar í Hlaupaseríu FH og Bose á fimmtudaginn en hún sigraði í öllum þremur hlaupum seríunnar.

Þessi frábæri hlaupari er því greinilega í feyknaformi og til alls líkleg á komandi misserum.