Elísabet gerði það gott á Kanarí

birt 14. maí 2017

Þrír Íslendingar gerðu það gott í utanvegahlaupinu Transvulcania sem fram fór á Kanaríeyjum í gær, laugardaginn 13. maí. Þau Elísabet Margeirsdóttir, Birgir Sævarsson og Ágúst Kvaran hlupu vegalengd sem var 74,3 km á lengd með 4350m heildarhækkun.

Elísabet gerði sér lítið fyrir og hafnaði í 13. sæti kvennaflokki á tímanum 9:59:38. Birgir Sævarsson kom í mark á 10:26:39 og Ágúst Kvaran á 13:49:31.

Elísabet stillir sér upp með markið í baksýn.Þremenningarnir með sparibrosið eftir kílómetrana 74,3.