Elísabet Margeirs á fræðslufundi Laugaskokks og World Class

birt 18. febrúar 2019

Þriðji fræðslufundur Laugaskokks og World Class á þessum vetri verður haldinn miðvikudaginn 20. febrúar kl. 19:30 í fundarsal Lauga. Fyrirlesari er Elísabet Margeirsdóttir, sem síðustu ár hefur getið sér gott orð fyrir þátttöku í ofurhlaupum víðs vegar um heiminn og náð frábærum árangri á því sviði. Þess má geta að Elísabet var kjörinn langhlaupari ársins 2018 á hlaup.is um síðustu helgi.

Elísabet mun fjalla um þá þætti sem skipta mestu máli til að sigrast á stórum áskorunum í ofurhlaupum. Hún mun leggja áherslu á það sem skiptir máli varðandi markmiðasetningu, undirbúning og hugarfar. Einnig mun hún segja stuttlega frá keppninni í Gobi eyðmörkinni

Aðgangur er ókeypis.