Elísabet kemur skælbrosandi í mark um helgina.Elísabet Margeirsdóttir hafnaði í þriðja sæti kvenna í K42 Canarias Anaga utanvegamaraþoni sem fram fór á Tenerife um síðustu helgi. Rúmlega þúsund manns tóku þátt í hlaupinu sem sem er 45 km langt, með 2500m hækkun og er að sögn Elísabetar mjög tæknilegt.Sigurvegari í hlaupinu var Spánverjinn Miguel Heras en hann er einn fremsti hlaupari Spánverja."Gaman að komast á pall"„Ég hafði engar sérstakar væntingar fyrir hlaupið er það var mjög gaman að komast á pall því hér var mikil stemming. Hlaups ársins hafa greinilega skilað mér einhverju," sagði Elísabet í samtali við hlaup.is og bætti við að ferðin hafi verið liður í undirbúningi fyrir 100 km utanvegahlaup sem hún hyggst taka taka þátt í snemma á næsta ári.Greinilegt er að Elísabet er stöðugt að bæta sig í hinum alþjóðlega heimi utanvegahlaupanna og spennandi verður að fylgjast með henni í komandi verkefnum.
birt 10. desember 2015