Elísabet Margeirsdóttir er tilnefnd sem langhlaupari ársins 2017 á hlaup.is. Í níunda skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum eða annarri keppni í langhlaupum. Afrek er afstætt, getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvaðeina sem hægt er að meta til viðurkenningar.
Elísabet Margeirsdóttir (32 ára) heldur sínum sessi sem besta utanvegahlaupakona landsins. Varð í 60. sæti í 50 km utanvegahlaupi á Heimsmeistaramótinu í Toscana 10. júní á 6:25:26 klst. Fylgdi því svo eftir rúmum mánuði síðar með því að ná sínum besta tíma Í Laugavegshlaupinu 5:28:25 klst þar sem hún varð í öðru sæti eftir kanadískri hlaupakonu. Einnig náði hún mjög góðum tíma í sterku ultra hlaupi, Transvulcania hlaupinu og lenti þar í 13. sæti á 9:59:38.
Hægt verður að kjósa til kl. 24 fimmtudaginn 18. janúar 2018. Verðlaunaafhending verður sunnudaginn 21. janúar og tilkynnt verður um niðurstöðu kosningar í kjölfarið á því hér á hlaup.is.
Allir sem kjósa fara í pott og geta unnið hlaupaskó.
Smellið hér til að kjósa langhlaupara ársins (athugið að gefa besta hlaupara 6 stig og svo koll af kolli)
Munið að taka þátt í að velja götuhlaup ársins og utanvegahlaup ársins með því að smella hér og gefa einkunn.
Sjá upplýsingar um alla hlaupara sem koma til greina í valinu.