Elísabetu Margeirsdóttir í viðtali á Runner´s World

birt 16. október 2018
Skjáskot af vef Runner''s World.Runner´s World, einn stærsti hlaupavefur heims, gerir sigur Elísabetar Margeirsdóttur í Ultra Gobe að umtalsefni á heimasíðu sinni í dag. Þetta verður að teljast ansi mikil viðurkenning fyrir Elísabetu sem er einfaldlega orðin utanvegahlaupari á heimsmælikvarða. Elísabet hrósaði sigri í kvennaflokki í Ultra Gobe fyrir skömmu, en hún hljóp 400 km hlaupaleiðina á 97 klukkustundum. Þess má geta að Elísabet er fyrst kvenna sem hleypur þessa leið á undir 100 tímum.Lagði mikla áhersla efri skrokkinnÍ viðtali við Runner‘s World segir Elísabet að hún hafi ekki endilega lagt fleiri kílómetra að baki í undirbúningi fyrir Gobe eyðimörkina en fyrir önnur löng utanvegahlaup. Hins vegar hafi hún lagt mikla áherslu á að styrkja efri skrokkinn fyrir hlaupið þar sem bakpoki hennar hafi verið þyngri í þessu hlaupi en öðrum. Hún hafi meðal annars hlaupið með lóð í bakpoka á æfingum.Þá hefur blaðamaður Runner‘s World eftir Elísabetu að hún hafi ekki verið bjartsýn að ná markmiðum sínum um að hlaupa undir 100 tímum í upphafi hlaupsins, brautin hafi einfaldlega verið „brutal." Þá hafi hún hafi hún skipulagt hlaupið eins vel og hægt væri, en hlaup eins og þetta sé í raun ómögulegt að plana kílómetra fyrir kílómetra.Svaf í fjóra tíma af 97Þá kemur fram í viðtalinu að Elísabet hvíldist aðeins í fjóra tíma af þeim tæplega 100 sem hlaupið stóð yfir, rétt nógu mikið til að forðast ofskynjanir sem geta gert vart við sig í hlaupi af þessu tagi.

Já, þegar Runner´s World hefur samband, þá er ljóst að viðkomandi er að gera ýmislegt rétt. Enn ein rósin í hnappagat Elísabetar Margeirsdóttur.

Frétt um afreka Elísabetar á Runner‘s World.