Eliud Kipchoge reynir við 1:59 í maraþoni - Fylgstu með á YouTube

uppfært 25. ágúst 2020

Eliud Kipchoge reynir við 1:59 í maraþoni í Vín í Austurríki í annað skiptið sem þetta er reynt. Bein útsending á YouTube frá kl. 06:15 að íslenskum tíma (08:15 að staðartíma). Ef hann nær því að fara undir tvo tímana, þá verður það ekki gilt heimsmet þar sem eftirfarandi er ólöglegt í venjulegu maraþonhlaupi:

  1. Eliud Kipchoge er eini keppandinn
  2. Með hérum (pacemakers) sem skiptast á að leiða Eliud
  3. Hann sækir sér ekki sjálfur vökva og næringu af drykkjarstöð heldur er þetta rétt til Eliud af hjóli

Margir af bestu hlaupurum heimsins aðstoða Eliud við þessa tilraun með því að héra hann (í hópum) 3 km í senn.

Nánari upplýsingar á: ineos159challenge.com.