Enn fjölgar Íslendingum sem hafa lokið sex stóru

birt 25. október 2018

Björn Rúnar Lúðvíksson er formlega genginn í félagsskap íslenskra hlauparar sem hafa lokið sex stóru, Abbot World Marathon Majors. Björn sem æfir með Hlaupahópi Stjörnunnar lokaði hringnum í Berlín maraþoninu í september.

Þar með hafa sextán Íslendingar náð þeim áfanga að ljúka sex stóru, Berlín, London, Boston, Chicago, New York og Tokyo.

Fleiri og fleiri Íslendingar bætast í hópinn og hefur töluvert í félagsskapnum á þessu ári eins og fjallað var um í mars síðastliðnum.

Sextán íslenskir hlauparar hafa því lokið við sex stóru, Abbot World Marathon Majors í dag. Lista yfir Íslendinga sem hlaupið hafa sex stóru má sjá hér að neðan. Við hvetjum íslenska hlaupasamfélagið til að vera á verði og senda okkur ábendingar um nýja félaga í "Big six klúbbnum" á heimir@hlaup.is.

Íslendingar sem hafa lokið sex stóru 24.10.2018.
Friðrik Ármann GuðmundssonUnnar HjaltasonMagnús GottfreðssonGunnar ÁrmannssonBjörn Jakob BjörnssonGunnar "sprettur" GunnarssonÓlafur Jón ÁsgeirssonRúna HauksdóttirÞórarinn Óli ÓlafssonJón Kristinn HaraldssonÁrni Esra EinarssonÓmar Torfason                 Sigurlaug HilmarsdóttirJóhann Ottó WathneGuðmundur BreiðdalBjörn Rúnar Lúðvíksson