Hér má sjá nokkra verðlaunahafa frá því í fyrra en Kári Steinn Karlsson og Helen Ólafsdóttir voru kjörin langhlauparar ársins 2013.Frestur til að skila inn tilnefningum til langhlaupara ársins hefur verið framlengdur. Vinsamlegast sendið tilnefningar á netfangið torfi@hlaup.is fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 14. janúar. Við minnum á að afrek er afstætt, getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvað eina sem hægt er að meta til viðurkenningar. Hver og einn má senda inn eins margar tilnefningar og hann vill.Hlaup.is stendur fyrir valinu í sjötta skipti. Sendu inn þína tilnefningu með stuttri greinargerð um afrek viðkomandi á árinu. Allar nánari upplýsingar eru á hlaup.is undir Ársbesta/Langhlaupari ársins 2014.
Einkunnagjöf hlaupa 2014
Á sama tíma og langhlaupari ársins verður tilkynntur, munu einnig götuhlaup og utanvegahlaup ársins 2014 verða tilkynnt. Valið er í höndum hlaupara, en með því að gefa hlaupum ársins einkunn, velja hlauparar bestu hlaup ársins. Veittur verður fjöldi útdráttarverðlauna til þeirra sem gefa hlaupunum einkunn, hlaupaskór, hlaupasokkar, drykkjarbelti, gel, kolvetnaduft ofl. Hægt verður að gefa einkunn til miðvikudagsins 21. janúar kl. 18.