Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að nýjar tegundir af hlaupaskóm hafa verið að skjóta upp kollinum undanfarin ár. Þessir skór hafa verið hugsaðir fyrir þá sem hafa aðhyllst að hlaupa berfættir eða þá sem hafa vilja fara frá þykkum hælpúðum á hlaupaskóm yfir í skó sem eru með jafnari prófíl frá tá og aftur í hæl. Það að hlaupa á skóm með jafnari prófíl gerir hlaupurum auðveldara fyrir að færa sig frá hællendingu og yfir í lendingu á allri ilinni, nánar tiltekið miðjum fæti/tábergi og er nálgast að einhverju leyti það að hlaupa berfættur.
En hvernig eru hlauparar að taka þessu skóm og hver skyldi vera salan í þeim ? Nýjir skór frá Altra, Newton, Merrell, Inovs og Vibram Five Fingers eru allir í þessum nýja stíl, en samkvæmt sölutölum frá hlaupabúðum (sérverslunum) í Bandaríkjunum frá janúar-september (sjá töflu hér fyrir neðan) virðist salan á þessu skóm ekki vera að ná miklum hæðum ennþá, einungis 3,3% samanlegt. Þess ber þó að geta að allflestir af stóru framleiðendunum eru byrjaðir að framleiða skó með þessu nýja sniði, þannig að ekki er alveg að marka að taka bara þessa framleiðendur og leggja sölutölur þeirra saman.
SkótegundHlutfall í söluAdidas2,5%Altra0,2%Asics22,4%Brooks29,0%Hoka One One0,3%Inovs0,3%Merrell0,2%Mizuno9,7%New Balance8,7%Newton1,1%Nike10,6%Saucony12,3%Vibram Five Fingers1,5%
Altra, Merrell og Vibram Five Fingers skór.
Myndaheimild: Vefir viðkomandi skófyrirtækja.