birt 24. júlí 2007

Þann 1. júlí sl. tóku þrír Íslendingar þátt í Evrópumeistaramóti í heilum Ironman í Frankfurt í Þýskalandi.
 
Árangur Íslendinganna varð sem hér segir :

Ásgeir Elíasson 11:21
Ásgeir Jónsson 11:41
Bryndís Baldursdóttir 15:24
 
Ásgeir Jónsson var að klára þraut þessa í annað sinn.  Hann bætti tímann sinn um rúmlega klukkustund frá því síðast og varð þar með fyrsti og eini íslendingurinn sem hefur gert þetta tvisvar.

Bryndís Baldursdóttir (Bibba) varð með þessu fyrsta íslenska kona svo vitað sé til að klára þessa þraut, en áhöld voru um hvort hún næði þessu þar sem hún datt á hjóli og viðbeinsbrotnaði 7 vikum fyrir keppni.
 
Hægt er að skoða úrslit Íslendinganna og heildarúrslitin. 

Frásögn Ásgeirs Jónssonar má lesa á blogginu hans.

Frásögn Bibbu er að finna á bloggi hennar í tveim hlutum. Fyrri hlutinn og seinni hlutinn

Frásögn Ásgeirs Elíassonar er á Bibbubloggi.