Félag 100 km hlaupara á Íslandi auglýsir eftir sjálfboðaliðum til starfa á keppnisdag (7. júní, 2008; (8. júní til vara háð veðri)) vegna fyrsta 100 km keppnishlaups á Íslandi sem fram fer þann dag í Reykjavík (sjá http://www.hi.is/~agust/hlaup/100km/Hlaup-070608/100km08Rvik.htm ). Óskað er eftir starfskröftum til að aðstoða við drykkjar- og áningarstöð, umferðargæslu og annað tilfallandi einhvern tíma á bilinu frá kl. 7:00 um morguninn til kl. 22:00 um kvöldið (t.d. 2 - 4 klst í senn). M.a. væri gagnlegt að fá hjólreiðamenn, með eigin hjól, til starfa. Þeir sem áhuga og/eða tök hafa á slíku, hafi samband við annan hvorn eftirgreindra og tilgreini nafn, aldur og æskilega tímalengd á sjálfboðaliðsstarfi.
Ágúst Kvaran, netfang: agust@raunvis.hi.is ; sími: 848-1259
Ólöf Þorsteinsdóttir; netfang: olof1@visir.is ; sími: 698-8385 (eftir kl 17:00)