Næsta utanvegahlaup hjá FÍFUNUM verður n.k. laugardag 28. maí. Farið verður frá Breiðholtslaug kl.8 og ekið austur í Hveragerði. Við Rjúpnabrekkur verður lagt af stað og halupið inn Reykjadali, um Kattartjörn efri, síðan hring um Hrómundartind og til baka um Reykjadali. Endað á sama stað og ferðin hófst.
Þessi leið er um 20 km og hlaupið gæti því tekið um tvo og hálfan tíma.
Síðan er búið að ákveða ferð yfir Fimmvörðuháls föstudaginn 10. júní. Lagt verður af stað úr bænum kl. 15 og áætlað að hefja hlaup úr Básum kl. 18. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku til Þórðar ( ), Sigurðar Þórarinssonar ( ) eða Kötu (577 4242) fyrir kl. 20 miðvikudaginn 8. júní. Einnig væri gott að þeir létu vita sem hafa yfir bíl og bílstjóra að ráða.
Bloggsíða FÍFANNA er: http://fifur.blogspot.com