FÍFURnar (Félag íslenskra fjalla- og utanvegaráfara) stefna að því að hlaupa í kringum Skarðsmýrarfjall n.k. fimmtudag, skírdag.
Farið verður upp í Sleggjubeinsskarð, þaðan inn Innstadal og til baka sunnan við Skarðsmýrarfjall. Hluti af leiðinni er á vegarslóðum en búast má við bleytu í Innstadal. Því er ráð að vera ekki í sparihlaupaskónum. Áætlað er að hlaupið taki rúma hálfa aðra klukkustund.
Við hittumst við BREIÐHOLTSLAUG kl. 9.30 og röðum okkur þar í bíla.