Fv. Birna, Ágúsrt G., Áhansal og Ágúst Kvaran í Hreysti í gær.Fire and Ice Ultra hefst á morgun og mun standa yfir allt til 16. ágúst en hlaupnir eru 250 km í Vatnajökulsþjóðgarði. Meðal þátttakanda í ár er Mohamad Ahansal frá Marokkó sem hefur sigrað fimm sinnum í Marathon des Sables, sem er stærsta hlaup þessarar tegundar í heiminum.Þess má geta að keppendur á Fire and Ice Ultra í ár koma frá Bretlandi, Kenýa, Singapore, Kanada, Indlandi, Spáni, Marokkó og Íslandi.
Mohamad kom við í Hreysti á Akureyri í gær þar sem hann nálgaðist þurrmat fyrir þolraunina. Þar voru einnig saman komnir hlaupararnir Birna Varðar, Ágúst Guðmundsson og Ágúst Kvartan sem er jafnframt eini íslenski hlauparinn sem hefur hlaupið Marathon des Sables. Það gerði Ágúst árið 2009 en sama ár bar Ahansal einmitt sigur úr býtum.