Finni sigraði lengsta götuhlaup í heimi - hljóp 5000 km á 40 dögum

birt 27. júlí 2015

Finninn Ashprihanal Aalto sló heimsmet í 3100 mílna (4988 km) hlaupinu sem er lengsta götuhlaup veraldar nú á föstudag. Um er að ræða árlegt hlaup sem Sri Chinmoy samtökin standa fyrir, en hlaupið fór að þessu sinni fram í New York í Bandaríkjunum. Ashprihanal hljóp á 40 dögum 9 klst. 6mín. og 21sek. og bætti fyrra heimsmet um 23 tíma og 10 mínútur.123 km á dag, 40 daga í röðHinn léttfætti Finni hljóp að meðaltali 123,6 km og á dag, sem eru nánast þrjú heil maraþon á degi hverjum í rúma 40 daga. Keppendur lögðu af stað 14. júní en Aalto lauk hlaupinu 24. júlí síðastliðinn. Þátttakendur verða að hafa lokið hlaupinu þann 4. ágúst.

Til að klára hlaupið þurfa þátttakendur að hlaupa um 60 mílur (96,6 km) á degi hverjum, 52 daga í röð. Það gefur auga leið að áskorunin er ekki fyrir hvern sem er og því er aðeins þeim bestu boðið að taka þátt. Eins og áður segir var hlaupið nú haldið í nítjánda skipti en aðeins 37 hlauparar hafa klárað hlaupið innan tímamarka á þessum nítján árum.

Mynd/3100.srichinmoyraces.org