Þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka stendur til boða að mæta á áhugaverða fyrirlestra, bæði á fimmtudag og föstudag næstkomandi kl.16.30 - 19. Fyrirlestrarnir eru hluti af skráningarhátíð maraþonsins en þeir fara fram í skráningarsalnum í Laugardalshöll. Dagskránna má sjá sér að neðan en ljóst er að hlauparar geta haft bæði gagn og gaman að efni fyrirlestranna. Sama dagskrá er báða daga með einni undantekningu *
Dagskrá:
- KL. 16:30 Lýður Skarphéðinsson og Alexander Harrason, ræða allt milli himins og jarðar sem viðkemur hlaupaskóm. Einnig verður farið yfir hvernig t.d. rúllur og nudd geta hjálpað hlaupurum að jafna sig eftir löng hlaup.
- KL. 17:00 Ívar Jósafatsson, ræðir um feril sinn í hlaupum. Ívar hefur unnið sig út úr meiðslum og ýmsum kvillum með hjálp hlaupa.
- KL. 17:30 Snorri Már Snorrason, ræðir hvenær hann áttaði sig á því hvað hann mætti, gæti og vildi. Snorri hefur ástundað virka hreyfingu þrátt fyrir að hafa greinst með Parkinson árið 2004.
- KL. 18:00 Friðleifur Friðleifsson, ræðir þau markmið sem hann hefur sett sér í æfingum og keppni. Friðleifur byrjaði seint í hlaupum en hefur náð undraverðum árangri.
- KL. 18:30 Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsíþróttaþjálfari ræðir barna- og unglingaþjálfun í langhlaupum
*Athugið að Gunnar Páll heldur ekki fyrirlestur á fimmtudeginum.