Friðrik Ármann og Unnar að loknu sjötta maraþoninu.Eftir því sem hlaup.is kemst næst hafa nú átta Íslendingar hlaupið það sem kallast hin „sex stóru" sem mynda „The Abbott World Marathon Majors" og samanstanda af maraþonunum í Berlín, New York, London, Boston, Tokyo og Chicago.Fyrstir til að ljúka sex stóru voru þeir Friðrik Ármann Guðmundsson og Unnar Hjaltason. Það gerðu þeir með því að hlaupa Chicago maraþonið árið 2015. Nánar má lesa afrekið í frétt hlaup.is frá þeim tíma.Í upphafi ársins slóst Magnús Gottfreðsson í hópinn þegar hann kláraði Tokyo maraþonið. Hlaup.is tók ítarlegt viðtal við Magnús í kjölfarið.
Nýjasti meðlimur í þessum eftirsótta félagsskap er Gunnar Ármannsson sem lokaði hringnum í New York maraþoninu núna í byrjun nóvember eins og kom fram á Facebooksíðu hlaup.is.Björn Jakob Björnsson og Gunnar „sprettur" Gunnarsson hlupu lokasprettinn í áskoruninni í Chicago 2016. Ólafur Jón Ásgeirsson kláraði í Tokyo 2016. Þá er Rúna Hauksdóttir einnig fullgildur meðlimur í þessum fríða hópi, heimildir hlaup.is herma að hún hafi lokað hringnum í Boston 2016.Fleiri á leiðinniÞess má geta að áður en Tokyo var bætt inn í jöfnuna var ávallt talað um „Big five." Hlaup.is er kunnugt um að nokkrir Íslendingar hafi lokið fimm af maraþonunum. Þar á meðal er Ívar Trausti Jósafatsson sem lauk fimm stóru í Berlín 2011 en það var á þeim tíma sem enn átti eftir að bæta Tokoy við. Hlaup.is tók viðtal við Ívar um áfangann árið 2013.Þá lokaði Gautur Þorsteinsson hringnum um fimm stóru í Boston árið 2013. Viðtal við Gaut frá 2015 er að finna á hlaup.is, en þar fer hann m.a. yfir upplifun sína af Boston 2013 sem varð skyndilega vettvangur hryðjuverka. Viðtalið skiptist í tvennt, fyrri og seinni hluta. Gautur á því aðeins Tokyo eftir.Magnús Gottfreðsson með forláta verðlaunagrip.
Ívar Trausti með einn verðskuldaðan.Sömuleiðis eiga þau Ómar Torfason, Sigurlaug Hilmarsdóttir, Friðleifur Friðleifsson og Katrín Þórarinsdóttir einungis eftir að hlaupa í Tokyo til að fullkomna „sexuna."Þá herma heimildir hlaup.is að Björn Rúnar Lúðvíksson sé búinn með fimm af maraþonunum og þurfi nú aðeins að hlaupa á strætum Berlín í maraþoninu fræga til að komast í „sexu" klúbbinn.Hlaup.is er ekki óskeikull miðill og því biðjum við lesendur sem er kunnugt um fleiri hlaupara sem hafa lokið "Big Six" eða munu gera það í framtíðinni, að láta okkur á hlaup.is vita á heimir@hlaup.is. Sagnfræði um slík afrek innan íslenska hlaupasamfélagsins skal halda til haga.