Forskráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á netinu er nú lokið. Alls hafa 7952 hafa skráð sig til þátttöku í hlaupinu sem er 5% aukning miðað við forskráða hlaupara í fyrra. Mest aukning er á fjölda hlaupara í hálfu maraþoni eða 19% en einnig er fjölgun á skráningum í 10 km hlaupið.
Eftirfarandi tafla sýnir yfirlit yfir forskráða þátttakendur 2008 og 2009 ásamt hlutfallslegri breytingu milli ára.
Vegalengd | 2008 | 2009 | Breyting |
Latibær | 1878 | 1820 | -3% |
3 km | 1207 | 1165 | -3% |
10 km | 2684 | 2899 | 8% |
21,1 km | 1194 | 1417 | 19% |
42,2 km | 633 | 651 | 3% |
Samtals | 7596 | 7952 | 5% |
Föstudaginn 21. ágúst þurfa allir skráðir þátttakendur að koma á skráningarhátíð í Laugardalshöllina og sækja skráningargögn bol, hlaupnúmer o.fl. Á skráningarhátíðinni verður einnig hægt að skrá sig í hlaupið. Mikið verður um að vera í Laugardalshöll á föstudaginn en opnunartíminn er kl.10-19. Boðið verður uppá nokkra fræðandi fyrirlestra auk þess sem öllum þátttakendum er boðið í pastaveislu. Þá munu góðgerðafélög kynna sín málefni og nokkur fyrirtæki vera með heilsutengdan varning til sölu.