Hjónin Gunnar Ármannsson og Þóra Helgadóttir og Unnar Steinn Hjaltason og Unnur Þorláksdóttir hafa nú hlaupið maraþon í sjö heimsálfum. Þóra og Unnur lokuðu hringnum í Madagascar þar sem hópurinn hljóp maraþon í þjóðgarði í suðurhluta landsins í byrjun júní.
Gunnar og Unnar höfðu áður brotið sjö álfu múrinn þegar hópurinn hljóp maraþon á Suðurskautinu í mars. Þar með urðu þeir fyrstu Íslendingarnir til að hlaupa maraþon í sjö heimsálfum.
Í Madagascar voru hjónin Friðrik Guðmundsson og Rúna Hauksdóttir með í för. Skemmst er frá því að segja að þau sópuðu að sér verðlaunum í maraþoninu.
Friðrik fékk sérstaka viðurkenningu fyrir að vera fyrsti hvíti karlinn í heilu maraþoni og Rúna varð önnur kvenna í mark í hálfu maraþoni.
Þess má geta að Friðrik hefur nú hlaupið maraþon í fimm heimsálfum. Samkvæmt heimildum hlaup.is eru ekki fleiri Íslendingar sem eru nær því að hlaupa í öllum sjö heimsálfunum.Þrjú sett glæsilegra hlaupahjóna eftir maraþonið á Madagascar