Fleiri utanvegahlauparar á ferðinni í Evrópu

uppfært 25. ágúst 2020

Fleiri íslenskir utanvegahlauparar voru á ferðinni um heiminn en landsliðsfólkið okkar í Portúgal.

Þeir Sigurður Hrafn Kiernan, Börkur Árnason, Jóhann G. Sigurðsson og Jón Trausti Guðmundsson tóku þátt í Salomon Ultra Trail í Ungverjalandi í gær, sunnudag. Sigurður, Börkur og Jóhann í 112 km hlaupi og Jón í 85 km hlaupinu.

Erfiðar aðstæður en Sigurður kláraði með sóma

Miklir hitar gerðu hópnum erfitt fyrir en eini sem kláraði var Sigurður Hrafn, kom í mark á 16 klst og 59 mínútum og hafnaði í 49. sæti í heildina og 44. sæti karla. Þess má geta að 139 karla kláruðu hlaupið og um 80 heltust úr lestinni á leiðinni.

Salomon
Fjórmenningarnir reffilegir í Ungverjalandi.

Til viðbótar er vert að minnast á að Jón Örlygsson tók þátt í Tenerife Bluetrail þann 7. júní. Hlaupið var 102 km með 6200m hækkun. Jón kláraði á 23:28:26, hafnaði 333. sæti (af 354) í heild og 301. sæti (af 321) karla og í 145. sæti (af 153) í sinum aldursflokki (VA). Frábært afrek það.

Uppfært: Kolbrún Ósk Jónsdóttir tók einnig þátt í Bluetrail, hljóp 42 km hlaupið með töluverðri hækkun á 5:59:24. Hún hafnaði í 216. sæti af af 535 í heildina og í 19. sæti af 39. konum.

Íslenskir utanvegahlauparar slá greinilega hvergi af, láta hvorki sumarhita, langar vegalengdir né miklar hækkanir hræða sig. Áfram íslenska hlaupasamfélagið, alltaf og allsstaðar.