Fræðsluerindi á skráningahátíð Reykjavíkurmaraþons

birt 18. ágúst 2010

Fræðsluerindi á skráningahátíð Reykjavíkurmaraþons eru haldin á 3. hæð KSÍ (stúka Laugardalsvallar).

Fundarstjórn verður í höndum Gunnars Páls Jóakimssonar.

Tímasetning

Fyrirlestur

17:00

„Sársauki er tímabundinn, upplifunin er eilíf"

Fjallað verður um þátttöku í ofurhlaupum sem standa jafnvel sólarhringum saman. Hvað fær hlaupara til að takast á við slíkar þrekraunir? Hvað þarf að vera til staðar svo hlauparinn standist það andlega og líkamlega álag sem fylgir slíkum hlaupum? Eru hlaup af þessu tagi tóm leiðindi eða getur verið að þau séu áhugaverðar og skemmtilegar áskoranir?

Gunnlaugur Júlíusson 

17:40

Rathlaup

Rathlaupafélagið Hekla kynnir starfsemi félagsins,  stöðu íþróttarinnar á Norðurlöndunum og væntingar til framtíðar.

Gísli Örn Bragason og Christian Peter MacLassen 

18:20

Þríþraut á Íslandi

Hvað þarf til að æfa þríþraut á Íslandi?  Hvaða vegalengdir eru í boði og hvernig fara svona keppnir fram?  Fjallað verður um Challenge Copenhagen keppnina sem 17 íslendingar tóku þátt í.   Sú keppni samanstendur af 3,8km ísundi / 180km hjóli og 42,2km hlaupi.

Ásdís Kristjánsdóttir, Gísli Ásgeirsson, Trausti Valdimarsson og Vignir Þór Sverrisson