Fræðsluerindi á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons

birt 14. ágúst 2011

Eftirfarandi fræðsluerindi verða á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons og verða þau í fyrirlestrarsalnum í Laugardalshöll. Fundarstjórn verður í höndum Gunnars Páls Jóakimssonar.

Tímasetning

Fyrirlestur

16:30

Að vera haldinn æfingaáráttu

Í erindinu mun Steinn Jóhannsson fjalla um hvernig er að hafa það markmið að æfa alla daga ársins. Er heilbrigð skynsemi í því að æfa svona mikið og nær líkaminn einhvern tímann að hvílast? Steinn mun fara yfir ýmsa tölfræði tengda æfingum sem varpa skýrara ljósi á hvernig hann æfir og skipuleggur tíma sinn.

Steinn Jóhannsson

17:10

Laugavegurinn 2010

Í sameiningu munu sigurvegarar hlaupsins 2010 fjalla um upplifun sína af hlaupinu og ekki síður andlegan og líkamlegan undirbúning.

Þorlákur Jónsson og Helen Ólafsdóttir

17:50

Árangur í 100km hlaupi

Í erindinu mun Sigurjón fjalla um þrotlausar æfingar og hvernig staðið var að undirbúningi fyrir 100 km hlaup sem fóru fram árin 2009 og 2011. Var einhver munur á útfærslu hlaupanna? Hvað fær einstakling eins og Sigurjón til að fara að æfa fyrir þessa vegalengd? Hvaða lærdóm hefur Sigurjón dregið af þessu öllu saman?

Sigurjón Sigurbjörnsson

18:30

Bættur árangur í hlaupum í þríþrautarkeppni

Karen Axelsdóttir afreksmaður í þríþraut sem hljóp maraþon á 3klst og 11mínútum eftir að hafa hjólað 180 km mun fræða okkur um breytingar á hlaupastíl, hlaupaæfingum og viðhorfi  sem gerði henni kleift að ná þessum árangri.

Karen Axelsdóttir