Fjórði fræðslufundur Laugaskokks og World Class á þessu starfsári verður haldinn mánudaginn 19. mars nk, kl.19.30. Þar mun Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir fjalla um áhrif reglubundinnar hreyfingar á hjarta- og æðasjúkdóma. Yfirskrift fundarins er "ÞAÐ GETUR VARLA VERIÐ GOTT FYRIR HJARTAÐ AÐ HLAUPA SVONA MIKIÐ - sitt lítið af hverju um áhrif langhlaupa á hjartað." Í fyrirlestrinum fer hún m.a. yfir eftirfarandi þætti:
- Áhrif þolþjálfunar á áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma
- Aðlögun hjarta- og æðakerfis við þolþjálfun
- Hjartasjúkdómar og þolþjálfun
- Sennilega eitthvað fleira
Þórdís Jóna er hjartalæknir og hefur stundað langhlaup og aðrar úthaldsíþróttir um árabil.
Aðgangur er ókeypis. Ath. að fundur er að þessu sinni haldinn í Café Easy á 3. hæð í Íþróttamiðstöðinni að Engjavegi 6 (húsi ÍSÍ). Kaffi í boði Laugaskokks.