Fræðslufundur Laugaskokks: Þú getur þetta - hver sagði að þetta væri auðvelt?

birt 23. apríl 2012

Mánudagur 23. apríl  2012 kl. 20:00 í veitingasal Lauga.

Fræðslufundaröð Laugaskokks og World Class er fram haldið veturinn 2011 - 2012. Sérfræðingar á sínu sviði fjalli um helstu málefni er snúa að æfingum og keppnisþjálfun. Sjötti fræðslufundurinn á þessum vetri er helgaður huglægum þáttum keppnisundirbúnings.

Fyrirlesari er Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari.

Jóhann Ingi lauk embættisprófi í Kiel í Þýskalandi þar sem hann lagði jafnframt stund á handknattleiksþjálfun. Hann hefur víða komið við í heimi íþróttanna, var meðal annars sálfræðingur íslenska Ólympíulandsliðsins í Beijing 2008. Jóhann Ingi hefur undanfarin ár verið eftirsóttur fyrirlesari og ráðgjafi á sviði stjórnunar og samskipta á vinnustað.

Fyrirlestur Jóhanns Inga nefnist "Þú getur þetta - Hver sagði að þetta væri auðvelt?".

Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig við setjum okkur skýr og háleit markmið og náum þeim. Einnig verður farið yfir hvernig við náum fram réttu hugarfari og byggjum upp sjálfstraust til að takast á við krefjandi verkefni.

Fyrirlesturinn miðast við þá sem bæta vilja árangur sinn í keppni, hvort sem um er að ræða hlaup, þríþraut, cross-fit eða aðrar greinar. Auðvelt er að yfirfæra boðskap fyrirlestrarins yfir á hvað sem við viljum takast á hendur til að ná betri árangri í.

Aðgangur er ókeypis.

Laugaskokk, World Class