Nsæta fræðslukvöldi Framfara, hollvinasamtaka millivegalengda- og langhlaupara verður miðvikudaginn 25. apríl kl. 20:00.
Á þessu fræðslukvöldi mun Sigurbjörg Eðvarðsdóttir Íslandsmethafi í maraþonhlaupi kvenna 50 ára og eldri fjalla um hlaupaþjálfun sína, markmið og viðhorf til hreyfingar. Besti timi Sigurbjargar í maraþonhlaupi er frá síðasta ári og er 3:06:09, en þá var hún 53 ára.
Hvað liggur að baki slíkum árangri hjá frönskukennara og þriggja barna móður?
Fyrirlesturinn verður haldinn í E sal (upp á 3ju hæð) - Íþróttamiðstöðinni Laugardal við Engjaveg.
Aðgangseyrir: 1.000 kr
Ágóðinn rennur óskiptur til Framfara, hollvinasamtaka millivegalengda- og langhlaupara.