Miðvikudaginn 23. maí verður fyrirlestur um Interval þjálfun og það er Sigurbjörn Árni Arngrímsson doktor í þjálfunarlífeðlisfræði og margfaldur Íslandsmeistari í brautarhlaupum sem heldur fyrirlesturinn. Sigurbjörn mun fjalla um intervalþjálfun í hlaupum. Að loknum fyrirlestri verða opnar umræður þar sem reyndustu þjálfarar landsins, Gunnar Páll Jóakimsson og Rakel Gylfadóttir verða Sigurbirni innan handar. Hvetjum alla hlaupara sem vilja ná lengra með markvissari æfingum til að mæta!! Ágóðinn rennur óskiptur til Framfara, hollvinasamtaka millivegalengda- og langhlaupara Staðsetning og tími Aðgangseyrir : 1000 kr |
birt 23. maí 2012