Framfarir útnefna hlaupara ársins 2010

birt 16. janúar 2011

Framfarir, hollvinafélag millivegalengda og langhlaupara, útnefndi í dag hlaupara ársins 2010. Hlaupari ársins í kalaflokki var Kári Steinn Karlsson Breiðablik, hlaupari ársins í kvennaflokki var Rannveig Oddsdóttir Akureyri, efnilegasti hlauparinn var valinn Snorri Sigurðsson ÍR, mestu framfarir ársins sýndi Bjartmar Örnuson í UFA og hlaupahópur ársins var Hlaupahópur FH með Stein Jóhannsson í fararbroddi.

Nefndina skipuðu þeir Gunnar Páll Jóakimsson, Jón Sævar Þórðarson og Sigurður Pétur Sigmundsson en Framfarir hafa staðið fyrir þessu  vali allt frá árinu 2003 eða frá því að Framfarir var stofnað.

2010

Hlauparar ársins: Kári Steinn Karlsson Breiðablik, Rannveig Oddsdóttir

Sjá viðtal við Kára Stein og viðtal við Rannveigu sem tekin voru af hlaup.is.

Efnilegasti hlauparinn:  Snorri Sigurðsson ÍR

Mestu framfarirnar: Bjartmar Örnuson UFA

Hlaupahópur ársins: Hlaupahópur FH & Steinn Jóhannsson

Félagið veitir einnig viðurkenningar fyrir Íslandsmet í hlaupavegalengdum frá 800m og upp í heilt maraþon í karla- og kvennaflokki  og hefur fjöldi slíkra viðurkenningar verið afhentur á undaförnum árum. Framfarir standa einnig fyrir árlegri fræðslu er lúta að þjálfun og árangri í lengri hlaupum, veita árlega æfingastyrki til handa lengri hlaupurum auk þess að standa fyrir víðavangshlaupaseríu á hverju hausti.

Fríða Rún Þórðardóttir

Formaður Framfara