Stefán Gíslason hlaupari einsetti sér að hlaupa 50 fjallvegi á 10 ára tímabili, 2007-2016. Hann er nú búinn með 24.
Vefsíðan fjallvegahlaup.is og aðrar henni tengdar hafa að geyma upplýsingar um fjallvegahlaupaverkefni Stefáns Gíslasonar. Verkefnið og vefsíðan eru einkaframtak, sem stofnað var til í tilefni af fimmtugsafmæli höfundar 18. mars 2007 í þríþættum tilgangi:
- Að halda sér í formi á sextugsaldrinum
- Að kynnast landinu sínu
- Að vekja áhuga annarra á útivist og hreyfingu
Verkefnið felst í því að hlaupa yfir 50 fjallvegi á 5-10 árum, einn eða enn frekar í góðra vina hópi. Fjallvegur í þessu sambandi:
- er a.m.k. 9 km að lengd
- fer a.m.k. upp í 200 m hæð yfir sjó
- tengir saman tvö byggðarlög eða áhugaverða staði
- er gjarnan forn göngu- eða reiðleið
- má vera fáfarinn bílvegur t.d F-vegur
Stefán birti nýlega fjallvegahlaupaáætlun sína fyrir árið 2012 með nánari skýringum.
Stefán í Reykjavíkurmaraþoni 2011