Fréttir af Íslendingum í Grænlandskeppninni

birt 26. júlí 2007

Rétt fyrir klukkan 12 í gærkvöldi að grænlenskum tíma (kl. 2 í nótt á Íslandi) kom íslenska liðið Intersport Iceland í mark í ævintýrakeppnni á Grænlandi eftir að hafa lagt að baki 120 kílómetra í einum rykk á tæplega 36 klukkustundum, hlaupandi, gangandi og róandi. Þeir höfnuðu í 7. sæti.

Íslensk-danska liðið Northern Lights kom í mark klukkan rúmlega hálf sex í morgun.

Vegna tæknilegra örðugleika koma upplýsingar frá mótshöldurum nú á öðrum vef en áður : www.sleepmonsters.com

Í dag má svo búast við frásögn Gunnlaugs á blogginu hans : http://gajul.blogspot.com/