Fréttir eftir 1sta dag í Arctic Team Challenge

birt 17. júlí 2005

Íslenska liðið (keppir undir merkjum 66 North) sem tekur nú þátt í Arctic Team Challenge stóð sig vel á fyrsta degi keppninnar og náðu 5 sætinu. Áfangar fyrsta dagsins voru tveir, fyrst 35 km á fjallahjóli og síðan 30 km fjallahlaup, þar sem farið er upp á þrjá fjallstoppa.

Staða liða eftir fyrsta dag er eftirfarandi.

RöðLiðTími
1PharmaNord/Inu:IT6 klst 41 mín 54 sek
2Saab Salomon6 klst 42 mín 07 sek
3Siku8 klst 37 mín 50 sek
4ACG Ilulissat10 klst 10 mín 53 sek
566 North10 klst 18 mín 31 sek
6Pikkori Sport/Neriusaaq10 klst 29 mín 55 sek
7Birds Eye10 klst 39 mín 15 sek
8Arctic Ladies10 klst 59 mín 10 sek
9Jabberwock12 klst 56 mín 55 sek

Á degi tvö er keppt í kajak (canoe) róðri og fjallahlaup/klifri.

Hægt er að finna nánari lýsingar og myndir á vef keppninnar.