Fréttir frá Félagi 100 km hlaupara á Íslandi

birt 16. september 2005

Á félagsfundi "Félagi 100 km hlaupara á Íslandi", sem haldinn var 13. september 2005, var Höskuldur Kristvinsson, læknir og langhlaupari tekinn inn í félagið með formlegum hætti. Höskuldur hljóp fyrst 100 km hlaup í Lapplandi (Lappland Ultra) árið 2003 og á þessu ári lauk hann 100 mílna hlaupi í Ohio.

Á fundinum kom jafnframt fram að Höskuldur hyggst taka þátt í "Ironman" þríþraut í Arizona í Bandaríkjunum næsta vor, fyrstur Íslendinga. Þá kom einnig fram að Gunnlaugur Júlíusson, ofurmaraþonhlaupari, er alvarlega að íhuga þátttöku í 246 km ofurmaraþonhlaupinu Spartalon í Grikklandi á næsta eða þar næsta ári. Myndir, frásagnir, fréttir og viðeigandi tengla, þessu viðkomandi er að finna á vefsíðu félagsins.