FRÍ stendur fyrir námskeiði í brautarvörslu í götuhlaupum þann 11.apríl næstkomandi frá klukkan 19:30-21:30. Námskeiðið verður haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6, í E-sal á 3.hæð. Fyrirlesari verður Þorsteinn Þorsteinsson formaður dómaranefndar FRÍ. Flott framtak hjá FRÍ sem allir hlaupahaldarar ættu ekki að láta framhjá sér fara. Mikilvægt innlegg í bætta umgjörð í hlaupasamfélaginu. Frítt er á námskeiðið.
Skráningar skal senda á iris@fri.is.