Það er í mörg horn að líta þegar staðið er fyrir götuhlaupi.Almenningshlaupanefnd FRÍ hefur skipað Hafstein Óskarsson sem yfirdómara Meistaramóts Íslands í 10 km götuhlaupi sem fer fram samhliða Stjörnuhlaupinu 14. maí og yfirdómara í Meistaramóti Íslands í maraþonhlaupi sem fram fer samhliða Reykjavíkurmaraþoni 22. ágúst.Þá hefur nefndin skipað Starra Heiðmarsson yfirdómara Meistaramóts Íslands í hálfmaraþonhlaupi sem fram fer samhliða Akureyrarhlaupinu 2. júlí.
Almenningshlaupanefnd FRÍ hvetur hlauphaldara til að kynna sér vel reglur um framkvæmd götuhlaupa. Nefndin er að vinna að tillögum um fyrirkomulag eftirlits með framkvæmd götuhlaupa og dómgæslu. Almenningshlaupanefnd FRÍ skipa Sigurður P. Sigmundsson, formaður, Þorlákur Jónsson, Borghildur Valgeirsdóttir, Hafsteinn Óskarsson og Starri Heiðmarsson.