Orðsending frá Frjálsíþróttasambandi Íslands:
FRÍ leitar til ykkar í von um að finna einstaklinga, bæði konur og karla, sem vilja gerast mælingamenn fyrir keppnishlaup. Um er að ræða formlegt námskeið á vegum AIMS (Association of International Marathons and Distance Races) í að mæla vegalengdir og taka út framkvæmd keppnishlaupa. Stefnt er að því að halda námskeiðið seinnihluta júní næstkomandi og kennarinn, Hugh Jones, kemur frá AIMS. Námskeiðið er tvíþætt, bóklegt með kennslu í hvernig á að framkvæma mælingar og einnig verklegt (götumælingar).
Í dag eru fjórir virkir, viðurkenndir mælingamenn á Íslandi og þennan hóp þarf að stækka með auknum fjölda hlaupaviðburða. Einnig er ljóst að þörf er á að útvíkka hlutverk mælingamanna þ.a. þeir komi líka að eftirliti á framkvæmd hlaupanna eins og reglur IAAF kveða á um. Það er því mikilvægt fyrir áframhaldandi vöxt í hlaupasamfélaginu að við stækkum og eflum þennan hóp. Við leitum til aðildarfélaga FRÍ og forráðamanna hlaupahópa um að tilnefna einstaklinga sem hafa áhuga á að taka þetta ábyrgðarfulla hlutverk að sér.
Hvað gera mælingamenn: Mælingamenn sjá um að mæla vegalengdir fyrir keppnishlaup, skila skýrslu um mælinguna og taka út framkvæmd hlaupsins svo hlaupshaldari fái hlaupið viðurkennt. Hlaupshaldarinn sækir um mælingu til FRÍ (sjá hér) og greiðir svo mælingamönnunum beint fyrir þessa þjónustu. Launin eru ca. 4.000-8.000 kr/pr km - skemmtileg og góð aukavinna fyrir alla áhugamenn/konur um hlaup á Íslandi!
Krafa er gerð um tölvukunnáttu og reiðhjól. Nánar má lesa um hlutverk og skyldur mælingamanna hér og nánar hér.
Tímasetning: 2 dagar á tímabilinu 15. - 30. júní, nánari dagssetning liggur fyrir síðar.
Verð fyrir námskeiðið: ca. 25.000 kr. m.v. 10 þátttakendur. Ef fjöldi þátttakenda verður fleiri eða færri þá mun verðið taka mið af því.
Staðsetning: Salur Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal
Kennari á námskeiðinu er Hugh Jones frá AIMS Secretary
Skráning fer fram á langhlaupanefnd@fri.is til og með 1. júní; vinsamlegast sendið umsóknir eins fljótt og auðið er til að við getum skiplulagt námskeiðið.
Nánari upplýsingar veitir langhlaupanefnd ÍSÍ netfang langhlaupanefnd@fri.is og Tonie í síma 898 0698.
Kveðja, langhlaupanefnd FRÍ