Fríða Rún Þórðardóttir ÍR náði öðru sæti í 3000m hlaupi á EM 35 ára og eldri innanhúss í Ancona á Ítalíu.
Fríða hljóp á 10:19,50 mín og var aðeins rúmlega tveimur sek. á eftir sigurvegaranum í hlaupinu, Paolu Tiselli frá Ítalíu, en hún sigraði á 10:17,28 mín. Fríða keppir í yngsta aldursflokknum á mótinu, 35-39 ára.
Fríða vann einnig til gullverðlauna í 5 km víðavangshlaupi. Fríða keppti þá í flokki 35-39 ára og sigraði hún með nokkrum yfirburðum, en hún kom í mark á 19:18 mín og var rúmlega mínútu á undan næstu konu í mark.
Fríða Rún tryggði sér sín þriðju verðlaun þegar hún varð í öðru sæti í 1500 m hlaupi í flokki 35-39 ára. Fríða Rún hljóp á 4:47,49 mín og var aðeins 1 sek. á eftir sigurvegaranum.
Fréttir af fri.is.