Friðarmaraþon í Kigali, Rúanda 13. maí 2007

birt 08. febrúar 2007

Evrópusamband Soroptimista mun nú þriðja árið í röð standa að alþjóðlegu Friðarmaraþoni í Kigali, höfuðborg Rúanda. Árið 2005 tóku 3 íslenskir maraþonhlauparar þátt í hlaupinu með frábærum árangri. Það voru þær Bryndís Ernstdóttir, Helga Ólafsdóttir og Rannveig Oddsdóttir. Einnig er boðið upp á hálfmaraþon og 5 km skemmtiskokk. Hlaupið fer fram í lok regntímabilsins, en hitastig í Rúanda er á bilinu 15-30 gráður allan ársins hring.

Nánari upplýsingar má finna á slóðinni: www.kigalimarathon.com
Upplýsingar um ferðir og hótel eru á: www.bradtguides.com

Undirrituð fór til Rúanda árið 2005 ásamt 16 öðrum íslendingum og veitir fúslega frekari upplýsingar ef þörf krefur, annaðhvort á netfang sitho@centrum.is eða í síma 899-1730.

f.h íslenskra Soroptimista,
Sigríður Þórarinsdóttir