Friðleifi boðið í Minneapolismaraþonið

birt 29. september 2017

Skjáskot úr myndbandinu á heimasíðu Medtronic.Friðleifur Friðleifsson er mörgum í íslenska hlaupsamfélaginu kunnur enda einn af betri hlaupurum landsins. Um helgina tekur Friðleifur þátt í Minneapolis maraþoninu sem er hluti af #MedtronicGlobalChampions.Medtronic sem er fyrirtæki á heimsmælikvarða í heilbrigðisiðnaði, býður tuttugu manna hópi hlaupara í maraþonið en allir liðsmenn #MedtronicGlobalChampions styðjast við vörur frá Medtronic eftir að hafa sigrast á miklum áskorunum.

Fyrir tveimur árum lenti Friðleifur í hjartastoppi og er í dag með bjargráð (ICD) frá Medtronic í bringunni. Á heimasíðu Medtronic er að finna athyglisvert viðtal við Friðleif ásamt athyglisverðu innslagi þar sem hann er réttilega kynntur sem einn af fremstu hlaupurum Íslands. Í viðtalinu má lesa um hjartastoppið, dramatíska endurlífgun, hvernig Friðleifur upplifði sig aldrei í áhættuhópi og að sjálfsögðu um ferðina til Minneapolis.

„Þetta gæti orðið einn af hápunktunum á mínum hlaupaferli. Að vera með öðrum hlaupurum sem skilja hvað ég hef gengið í gegnum verður mér á efa innblástur," segir Friðleifur í viðtali á heimasíðu Medtronic.