Friðrik Ármann og Unnar fyrstir Íslendinga til að klára "Stóru maraþonin sex"

birt 12. október 2015

Friðrík og Unnar í sigurvímu í Chicago í gær.Friðrik Ármann Guðmundsson og Unnar Hjaltason urðu í gær, sunnudag, fyrstir Íslendinga til að ljúka stóru maraþonunum sex í heiminum þegar þeir hlupu Chicago maraþonið. Maraþonin sex „The Abbott World Marathon Majors" samanstanda af Berlín, New York, London, Boston, Tokyo og Chicago.21. Íslendingur tók þátt í maraþoninu í Chicago og að sögn Friðriks voru aðstæður góðar framan af á afbragðsbraut í miðborg Chicago. Þó hitnaði þegar leið á sem gerði mörgum hlaupurum erfitt fyrir. Félagarnir Friðrik og Unnar voru hinir hressustu í gærkvöldi þegar hlaup.is fékk tíðindin staðfest og hugðust halda upp á áfangann í faðmi fjölskyldu og vina sem voru með í för í Chicago.

Nokkrir búnir með fimm - bætast fleiri í hópinn?
Hlaup.is óskar þeim Friðriki og Unnari kærlega til hamingju með árangurinn og tekið skal fram að ítarlegt viðtal við þá birtist á síðunni innan tíðar. Um leið viljum við minna á að hlaup.is hefur áður fjallað um íslenska hlaupara sem hafa hlaupið fimm stóru (Tokyo bættist við fyrir örfáum árum). Því er ekki loku fyrir það skotið að fleiri bætist í hópinn innan tíðar, Friðrik og Unnar munu örugglega taka nýjum meðlimum fagnandi í hinum „nýstofnaða" félagsskap.

Ívar Trausti Jósafatsson í viðtali á hlaup.is um sín fimm stóru.

Gautur Þorsteinsson í viðtali á hlaup.is um sín fimm stóru.